Gúmmíbátaþjónusta Vestmannaeyja
Gúmmíbátaþjónusta hafði verið starfrækt í Vestmannaeyjum í áratugi, síðast var það rekið af Inga Páli Karlssyni og eiginkonu hans Svönu Högnadóttur.
Árið 2008 keypti Pétó ehf Gúmmíbátaþjónustuna og flutti hana í stærra og nýuppgert húsnæði að Vesturvegi 40 (gamla Vélasalnum). Þar uppfyllir fyrirtækið allar íslenskar og alþjóðlegar kröfur sem þarfnast til að yfirfara björgunarbáta.
Gúmmíbátaþjónustan er með vinnuleyfi og skírteini frá tveim stærstu fyrirtækjum í heimi sem framleiða björgunarbáta.
- VIKING Life-Saving Equipment, er alþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Danmörku, Þeir sérhæfa sig í vörum sem stuðla að öryggi á sjó, td. gúmmíbátum, verndar- og vinnufatnaði, björgunarvestum ofl.
- DSB (Deutsche Schlauchboot GMBH) hefur yfir 60 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á björgunarbátum sem og aukahlutum og fatnaði.