Slökkvitækjaþjónusta Vestmannaeyja


 
 
Slökkvitækjaþjónustan var stofnuð árið 1984 af Grími Guðnasyni og Þorvarði Vigfúsi Þorvaldssyni, síðar tók Grímur og eiginkona hans, Eygló, alfarið við rekstrinum. Fyrirtækið var staðsett á Skildingavegi 10, Vestmannaeyjum í um 25 ár þangað til það flutti að Vesturvegi 40 (gamla vélasalnum), það hús hafði verið gert upp að innan til að hýsa bæði Slökkvitækja- og Gúmmíbátaþjónustu Vestmannaeyja.

Slökkvitækjaþjónustan er viðurkennd af Brunamálastofnun ríkisins og Siglingastofnun Íslands. Fyrirtækið býður uppá reglubundið eftirlit, þolprófanir og endurhleðslu á handslökkvitækum sem og slökkvibúnaði í fyrirtækjum og skipum.