Björgvinsbelti

Bjarga lífum

Á þessu ári eru liðin 20 ár frá því að Björgvin Sigurjónsson stýrimaður og skipstjóri í Vestmannaeyjum lét hugmynd sína rætast og bjó til fyrsta Björgvinsbeltið.
 
Þarna var komið til sögunnar nýtt björgunartæki sem síðar átti eftir að sanna gildi sitt og bjarga mörgum sjómönnum og öðrum sem lentu í lífsháska.
 
Björgvin hafði lengi gengið með hugmyndina í kollinum, en mikil umræða um öryggismál sjómanna varð til þess að hann ákvað að hrinda henni í framkvæmd.
 

info

More